Skólaótti í júlí

Þessi niðurstaða kemur vart á óvart. Ég held að júlí hafi vart verið liðinn áður en ég sá auglýsingar um skólavörur í einhverjum svokölluðum dagblöðum. 66 norður birti óhugnalega heilsíðumynd í Fréttablaðrinu í dag sem minnti á að skólabyrjun væri skammt undan. (ætli fólk sé ennþá platað til að kaupa sérstök skólaföt} Stemmningin á ljósmyndinni, bakgrunnur og svipur barnsins er eins og í verstu hryllingsmynd. Markaðsetningin minnir okkur á að skólinn sé að fara að hefjast. Þetta þjófstart styttir sumarið. Fyrir mörgum okkar vekur hugsunin um skólabyrjun mikinn óhug og vondar minningar. Það er virkilega ljótt að hræða okkur svona til að selja meira. Hvert einasta tímabil árshringsins er orðið nýtt sölutækifæri. Markaðsmenn saxa árstíðirnar sífellt í smærri sölueiningar. Núna er alltaf eitthvað árstíðabundið tilefni í gangi svo sjaldan er hægt að slappa af án hugsunarinnar um að þú sért að missa af einhverju. Fjölmörg þeirra eru innflutt og jafnvel framandi, eitt tekur við af öðru, það má aldrei vera pása. Tengist þetta kannski afþreyingarvæðingunni?

Sama gildir um jólin. Undirbúnignur hátíðanna með tilheyrandi spennu, stressi og neyslugleði er að nálgast september eins og á engilsaxneska málsvæðinu. Þar sem lítil stemmning ríkir í kringum snemmbært plastskrautið og veraldlegu umgjörðina. Upphaf jólatíðarinnar var áður miðað við fyrsta desember eða fyrsta sunnudag í Aðventu. Það er alltaf að verða styttra á milli jóla. Ef til vill er það aldurinn sem styttir tímann eftir því sem við upplifum fleiri jól. Við venjumst þeim og nýjabrumið hverfur með rútínunni. Gæti verið að klukkan og jörðin séu farin að snúast hraðar eins og sumir halda fram? Við myndum ekki endilega taka etfir því. Nógu miklu er logið að okkur samt. Með tilbúningi og sviðsetningu til að skapa samræmda ímyndun.

En nú er ég farinn fram úr mér, kominn í mótsögn við sjálfan mig. Með því að skammast yfir snemmbæru jólaæði á síðsumri. Löngu áður en biskupinn flytur sína árlegu áminningu um markaðsvæðingu hátíðanna.


mbl.is Auglýsendur stýra umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband