Hænuhaus á þingi? Loksins aðkallandi vandamál. 1. hluti

Hér áður fyrr gátu reglusamir dagdrykkjumenn náð nokkuð langt í íslensku þjóðfélagi. Jafnvel gengt áberandi og opinberum stöðum. Margar sögur hafa verið sagðar af þjóðþekktum mönnum í háum sem lágum embættum og jafnvel framarlega í stjórnmálum. Óþarfi og óviðeigandi að nefna nöfn genginna manna í þessu samhengi. Samkvæmt gömlum orðrómi áttu margir hinna virtu drykkjumanna það sameignlegt að vera reglusamir með því að drekka eina, jafnvel tvær sterkar flöskur á dag. Og þar sem þeir voru sí- og jafnfullir með fasta rútínu og háttatíma, komust sumir þeirra upp með þennan lífsstíl um einhvern tíma a.m.k. Einnig var nokkuð um túramenn sem gátu þá dregið sig í hlé þann tíma sem þeir léku á alls oddi. Eftir að vera hrókar alls fagnaðar hurfu þeir aftur inn í rykfallna skrifstofuhella sína.

Áður fyrr var áfengislöggjöfin mikið strangari hérlendis, en samt virðit hafa ríkt meira umburðarlyndi gagnvart drykkjuskap fyrirmanna langt fram á síðustu öld. Hvort sem það var ættar-frænkulýðveldinu, flokksræðinu um að kenna/ þakka er sameinaðist í því að vernda vanhæfni. Eða var það samtryggining feimnismála áður en opinská allsnakta öldin rann upp, þar sem flest gerist í beinni? Nóg var að mannskapi í stjórnarráðinu er hafði þann starfa að hafna öllu beiðnum, umsóknum eða starfa að sérverkefnum. Er þetta eitt af mörgu sem hin svokallaða fagmennska hefur eytt?

Nú er mikið hneykslast á augljósri fylleríshegðun Sigmundar Ernis í ræðustól Alþingis. Skáldinu Simma sjálfum sem fyrir kosningar fékk titillinn sjónvarpsstjarna samkvæmt Mbl. Hann var þar til nýlega auðkenndur undir titlinum sjónvarpsfréttamaður. Óþarfi að taka fram að allir sem birst hafa á imbaskjánum hérlendis hlotnast nú sjálfkrafa starfsheitið sjónvarpsstjarna.

Höfundur hefur áður bent á að samkvæmt myndefni frá Alþingi virðist Sigmundi ekki líða vel á þingi ,né passa þar inní. Svipbrigði hans sýna hvað hann er hissa á þessari samkomu. Andlitstjáningin vitna um að þingmaðurinn er jafnvel að íhuga undankomuleið. Málflutingur hans frá upphafi þings í ræðustól og víðar hefur vakið furðu. Þrátt fyrir að virðast allsgáður hefur reynst örðugt að fá eitthvað samhengi í hvað hann er að segja

Eitt af því fyrst sem drukkið fólk missir þegar það er farið yfir strikið er dómgreindin. Matið á eigin ástandi. Þess vegna hefðu flokksfélagar hans átt reyna að stöðva hann ef einhver sómakennd var til staðar. Hvað þá ef þeim er annt um orðspor flokksfélagans. Vinur er sá sem til vamms segir o.s.frv. Varla gat Ásta R. stigið niður úr hásætinu og dregið hann í burtu eða tugtað til.


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Viðauki frá höfundi: Textinn er aðeins hluti færslunnar. Ekki tókst að koma heildartextanum inn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem höfundur hefur upplifað samskonar vandræði á Mbl.blog.is

Þorri Almennings Forni Loftski, 26.8.2009 kl. 22:30

2 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Spurning hvort Sigmundur sé ekki á röngum stað á Austurvelli;)

Þór Ludwig Stiefel TORA, 26.8.2009 kl. 22:31

3 identicon

Athygliverðar pælingar með samflokksfélagana.  Ég hugsaði þegar ég sá þetta að andstæðingar hans væru nú ekki að gera sjálfum sér mikið gagn með þessu, því jafnvel fyrir menn eins og mig, sem þegar telja alþingi ónýtt, þá fannst mér það að sjá drukkinn mann ræða og rugla í þessum stól draga þessa stofnun niður á enn lágvirtara plan.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 08:06

4 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Það væri kannski til bóta að reka bar inn í þinghúsinu eins og tíðkast víða. Þá gæti vínhneigðir þingmenn haldið sig þar og röflað sín á milli. En sá rekstur yrðir að vera ríkisniðurðurgreidur.En Sigmundi til málsbota má benda á að myndbandið er klippt og samsett honum til niðurlægingar. Ekki sanngjörn mynd. Samsæriskenningunni til stuðnings má spyrja hver nennir að horfa á eða fylgjast með þessu sjónvarpsefni?

Grunur vaknar um að þetta sé enn eitt dæmi ðum hvað innanflokksdeilur og átök geta verið miskunnarlaus. Á ekki að styðja nýliðanna? Ef til vill var hin popularíska strategía að draga Sigmund Erni sjónvarpstjörnu svo skyndilega í framboð, hrikaleg mistök. Sem þingliðar uppgötvuðu ekki fyrr en þeir kynntust honum?

Allsgáðar ræður hans hingað til geta varla verið flokknum til framdráttar. Drukkinn í ræðustól er þó varla annað en minnháttar yfirsjón miðað við ruglið sem kemur frá löggjöfunum.

Þorri Almennings Forni Loftski, 27.8.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband