Er listalífið líka spillt og stýrt með listalaunum og óverðskulduðum viðurkenningum?

Það hefur vakið furðu margra og jafnvel getgátum um spillingu innan menningargeirans eins og á öllum öðrum sviðum samfélagsins að Páll Baldvin hefur í ítarlegum andmælum við hæfnismati Þjóðleikhúsráðs kastað inn þeirri hermdarverkalegu hefndarbombu að ljóstra því upp að 20% Þjóðleikhúsgesta þurfi ekki borga fyrir skemmtunina. Einn þeirra sem veltir þessu fyrir sér með getgátum um hugsanlega spillingu er minn góði bloggvinur, Bergur Thorberg listmálari o.fl. Eins og oft áður sá ég mig knúinn til að skýra og leiðrétta málið þegar áskanir eru uppi er fljótt verða aðför að virtustu listamönnum þjóðarinnar. Að vanda varð athugasemd mín nokkuð lengri en fyrrgeind bloggfærsla er ég kommentaraði á.
Þess vegna er viðeigandi að færa varnarræðuna gegn svona vafasömum getgátum á eiginn síðu með vinnusparnað í huga.

Undirrituðum er minnnistætt frá því hér áður fyrr að þegar opinberaðir voru listar með nöfnum þeirra heppnu lista og ritmanna er hnepptu listalaun, ásamt úthlutuðum launaupphæðum eða mánaðar fjölda listamannalauna eða annara styrkja. Samfagnaði almenningur ekki með hinum hinum heppnu vinningshöfum í listalaunahappdættinu er hlutu náð fyrir augum dómnefnda það ár fyrir utan fasta áskrifendur. Þvert á móti, í stað gleðiöldu og almennrar hyllingar á andans jöfrum söguþjóðarinnar brast á reiði og hneykslisalda meðal hins venjulega vinnandi fólks. Jafnvel ennþá meiri fordæming einkenndi vinnustaðaumræður og skoðanayfirlýsingar hins venjulega vinnandi fólks. Einstaklingar er voru sekir um að hafa hlotið og þegið þessa óverðskulduð ölmusu áttu að skammast sín og bregðast við eins og niðurlútir sakamenn ef upp um þá komst á meðal hins eðlilega venjufólks. Sökudólgarnir listrænu voru króaðir af og neyddir til að skýra mál sitt og svara ítarlegu spurningaflóði ókunnugs fólks. Ef þeir voguð sér á almannarými þar sem eitthvað var til sölu þurftu þeir að hlýða á illkvitnislegar athugasemdir vegfarenda um þann óverðskuldaða lúxus er þeir nutu

Höfundur þessa texta naut þeirrar gæfu að fá úthlutað lítið og sjaldan og þurfti því ekki oft að forðast almenning. Eða upplifa nagandi sektarkennd er hann læddist í gegnum hliðargöturnar. Þrátt fyrir að vera laus undan sjálfsásökunum og skömm fyrir aðræna samborgaranna.. Illýsanleg frelsistilfinning fylgdi því að vera laus undan því að dröslast með fordæmingu fólksins í huga. Samt varð að forðast barinn í þeim tilvikum er höfundur lenti í náðinni. Algeng atburðarrás var að eftir að fjölmargir óskuðu styrkþeganum til hamingju með viðurkenninguna er fólst í því að hreppa letilistalaunin fylgdi oft beiðni um ókeypis drykk í kjölfarið svo síblankir velunnarar og aðdáendur gætu samfagnað með hinum heiðraða happahrólf.

Vinsælt viðkvæði á tímabili var að listletingarnir væru auðnuleysingjar og loddarar er völdu sér auðveldustu lífsleiðina er gerði þeim fært að sníkja og sjúga nógu stíft og fast á spena fjárveitingavaldsins er spreðaði illa fengnu almannafé. Dekrið og rausnarskapurinn við skáld og listamenn skerti kjör hinna samviskusömu skattborgara er héldu þessum útsmognu rugludöllum uppi. Aðeins til að þeir gætu stundað tilgangslausa og óskiljanlega ruslsköpun, afurðir er sjálfskipaðir sérfræðingar í rugli voguðu sér að kalla list. Menningarlíf og listsköpun var tilgangslaus, óþörf og þýðingarlaus tómstundaiðja er gerði ekkert gagn. Þetta hátterni leiddi ekki til verðmætasköpunar fyrir samfélagið. Algjör sóun á almannfé þótt sjaldan væri á það minnst að fjármagnið er var til skiptanna var lítilræði er var langt undir þeirri upphæð er ríkið innheimti með söluskatti á bókum, skemmtanaskatti o.s.frv.

Jafnvel innan Rithöfundasambandsins átti sér stað uppsteit og uppreisn vegna ásakanna um klíkuskap í úthlutun ritlauna. Gunurinn byggðist á því að stjórnarmenn væru Langtíma áskrifendur af ritlaunum vegna þess að þeir útnefndu einn fulltrúa í þriggja manna dómnefndina sem aulgjóslega launaði þeim heiðurinn. Þetta leiddi til andófshreyfing gegn sitjandi stjórn náði að fella nokkra rótgróna stjórnarmenn og öllum að óvörum sigraði Þráinn Berthelson formannskandidat ,,stjórnarklíkunnar" í umdeildu formannskjöri. Skelltu þá margir þaulsetnir stjórnarmenn hurðum og gerðust ófeimnir í geðshræringu sinni við að lýsa yfir fyrirlitningu á hinum óvænta formanni um leið og þeir fordæmdu úrslitin er var til vitnis um fávisku óbreyttra félagsmanna og áhugarithöfunda er voru ekki reglulegir launaáskrifendur. Þráinn hafði ekkert tekið þátt í félagsmálum rithöfunda né getið sér nokkurt orð að ráði sem rithöfundur þá. Þess vegna var hann skrattinn úr sauðarleggnum er hafði ekkert vit á innanklíku félagsmálum né var hann kunnugur hinum óskráðu reglum.

Ekki minnist ég þess að nokkuð hafi breyst í launamálum eða eitthvað miðað í kjarabaráttu rithöfunda eftir formannsskiptin. En meðlimir skrifsambandsins njóta ennþá þeirra forréttinda að fá einn frímiða á almennar leikhússýningar ef ekki er uppselt. Líklega þarf að stunda leiksýningar stíft ef félagsmenn eiga að eygja möguleika á að endurheimta árlegu félagsgjöldin. Ég efast um að það séu nógu margar áhugaverðar leiksýningar til að koma út í plús.

Úthlutun listalaunastyrkja var ein af fáum úthlutunum af almannfé sem var gagnsæ á nútímamáli því nákvæmar upplýsingar niðurstöður voru fyrir opnum tjöldum þegar nafnalisti vinningshafa var birtur í flestum miðlum. Ef til vill var það sýndarmennska til að gefa almenningi eitthvað til að smjatta á. Hin árlega úthlutun var herópið er hratt af stað jafn árvissri umræðu er var ritúalísk í endurtekningu sinni. Kannski var þetta sjónarspil hentug aftöppun eins og árvissar taumleysis gleðihátíðir til forna er töppuðu af undirliggjandi spennu sökum óánægju almennings með því að gefa lýðnum lausan tauminn um stund? Úthlutanir þótti sumum vera litlu jól listamanna er lágu undir grun um að sóa fénu með margra daga hátíðarhöldum til að fagna vinningnum. Í kjölfar vandlætingarópanna fylgdi yfirleitt útjöskuð umræða um gagn- og nytsemi menningarlífs eður ei. En þá merkti hugtakið menning æðri listsköpun og ástundun. Mögulega leiddi árviss uppákoman athyglina frá stórfenglergi sóun á opinberu fé. Útdeilingum er fóru fram samkvæmt flokkspólitískum línum, frændrækni eða öðrum klíkuskap, hreppapólitíkur og annarri sérhagsmunagslu ráðamanna.

Eftir að Íslenskir listamenn slógu loksins í gegn og náðu heimsfrægð fyrir furðulegheit sín, framandleika og jaðarsvæðatísku urðu þau sjálfkrafa ásættanleg sem óopinberir landkynningarfulltrúar. Snögglega urðu þau umskipti (er fór framhjá undirrituðum) að menningin varð hagnýt söluvara er átti að nýtast til að selja og auglýsa landið. Til að mynda með því að bjaga ímyndina er laðaði að sér fleiri furðuferðamenn með algengar ranghugmyndir er nú nálgast rétthugmyndir sökum útbreiðslu. Í kjölfarið urðu nær allir listamenn um tíma og tóku upp frumkvæðisvinnu til að afla sér fé fyrir lifibrauði og listlingarnir náðu stundum að fjármagna verk sín og ferðalög um víðan völl. Hönnun, umgjörð og stílismi urðu ómissandi og lífsnauðsynlegir þættir. Ekki spillti fyrir þegar það varð viðurkennd listatíska að blanda geði við auðmenn, samneyti er þjónaði gagnkvæmum hagsmunum beggja. Markaðskúrsar og fjármögnunarfræði urðu skyldunámgreinar eða meginfög listaskólanna.
Sökum offramleiðslu fyrrgreindra skóla náðu þeir lengst sem kunnu að kynna sig, selja og markaðsetja sjálfan persónuleika sinn sem og með listsköpun sem aukagrein í kringum egoið. Sjálfið og allt í kringum það varð viðurkennt sem söluvænleg listsköpun og sjálfsögð söluvara.

Þá hljóðnuðu vandlætingarraddirnar að mestu. Allt er auðskiljanlegt og viðurkennt sem menn græða á og er gert í þágu eiginhagsmuna í stað óskiljanlegar fórnfýsi og óræðar píslarvættishneigðar um að viðkomandi furðufrávik sé eitthvað sérstakt og hafi einstakt hlutverk og tilgang með lífi sínu. Í stað þess að starfa aðeins í eigin þágu eða stunda list til að útvíkka egóið. Listamenn hættu að vera bóhemar nema til sýnis og staðsettu sjálfa sig ekki lengur sem frávik heldur var lögð áhersla á iðni, eljusemi, ástundun og þrautseigju í framapoti er var drifin áfram af hinni hörðu samkeppni. List varð jafnvel einskonar keppnisgrein og verðlaunum fjölguðu þar sem afhendingar og oft óvænt val og mat á verðlaunahöfum varð vinsælt fréttaefni til að óskapast yfir núímanum og skapaði umræðu og spennuþrungna eftirvæntingu eftir því hvað langt yrði gengið í furðumati á hvað væri list næst. Þar sem þetta var einnig fyndið léttmeti þótti það tilvalið sjónvarpsefni og endingargott árlegt umfjöllunarefni fjölmiðla um að nú væri nóg komið og of langt gengið. Auk þess sem uppákomurnar drógu að sér styrktaraðila sem sáu gagnkvæman hag í þáttöku og tækifæri með þessu upplagða kynningarefni í þágu sinnar ímyndar.

Faglega skólaðir listamenn fóru að boða þann eldgamla frasa misheppnaðra (óheppinna) listamanna er enduðu ófúsir í að kenna öðrum list, að listsköpum væri eitthvað yfir 90% vinna. Listamaðurinn umbreyttist frá Homo Ludens í Homo Industrious þó algengasta manntegund Vesturlanda væri orðin Homo Post-Industrious eða Homo Consumos.

Dulúðleg ímynd listarinnar ásamt skapara hennar, höfundi og herra með náðargáfuna var afbyggð, afhjúpuð, afhelguð, veraldarvædd, tískuvædd. Listamenn snéru sér að opinskáu sjálfsháði með fjöldaframleiddum tilvísunum í fjöldamenningunna. Skyndilega hurfu leifar dulúðinnar þegar listamenn neyddust til að blaðara og intelegtúlesera verk sín með áþekkum slagorðum um forgengileikann, vinnuna og vandann við notkun rýmissns, stöðu mannsins í vélræna neyslusamfélaginu. Tilvistarkreppu mannsins og allskonar angist er var svo leiðinlegt að rómantíkin varð ekki einu sinni eftir. En ef listamenn hlýddu ekki þessu kalli fengu þeir ekki að vera með þar sem þögnin gerði þá ómarktæka.Sumir listamenn aðlöguðu sig með því að gerast spéfuglar er gerðu grín og fjölluðu eingöngu um sjálfan sig sem nærtækasta viðfangsefnið. Á þversagnakenndan hátt síðnútímans var samhliða tilbeiðslu sjálfsins hinum einstaka höfundi eytt þegar sköpunin umbreyttist í samstarfsferli, færibandaframvindu og teymisvinnu, allt varð að texta án höfundar þar sem endanleg sköpun og merking réðst af túlkun lesendans eða viðtakandans, svo ekkert varð endanlega eitt. Engin átti né gat gert tilkall í neitt sem taldist vera hugverk þrátt fyrir vaxandi einstaklingshyggju og sjálfhverfni.

Baráttan við sjálfið eftir uppgötvun meðvirkninnar sem sumum þykir ein merkasta uppgötvun leiðréttingar - og meðferðar- viðgerðarvísindanna. Uppgötvun er náði að halda mörgum uppteknum með sjálskoðunarfræðum þar sem lífssýnin gaf sér það að allir í umhverfinu eða flest mannleg munstur, formgerðir, einingar og samskipti væru einhverskonar sjúkdómseinkenni í heimi þar sem allir eru bilaðir og sýktir. Meðvirknin er hinn versti sjúkdómur, skæðasta pest síðari tíma er á alvarlegu stigi getur leitt til samkenndar og samúðar með öðrum. Sjúklingirinn getur jafnvel lent í því að festast í sporum annara eða vera hadinn þeirri tilhneigingu að staðsetja sig á öðrum sjónarhólum til að skoða útsýni hinna óviðkomandi um stund. Þótt meðvirknin sé tímamótauppgötvun í sjúkdómsvæðingavísindum, sjálfskoðunum og greiningarfræðum samtímans þá er meðvirknisfræðigreinin ekki algjört nýmæli því eitt sinn heyrðist vinsæll frasi eins og ,,cruel to be kind," og prótestantklerkar lögðu eitt sinn áherslu á að refsa reglulega með kærleika.

Fólk hætti að nenna að nöldra og hneykslast þegar það varð ljóst að listamenn voru ekkert sérstakir snillingar þegar hið einstaka einstaklings séníið var endanlega grafið. Listkrakkarnir vildu bara fá að leika sér aðeins lengur áður en þau hurfu af sjónarsviðinu. Þangað til alvaran tók við reyndu þau aðeins að selja sig, gera sig boðleg fyrir vinnumamarkaðinn, safna punktum í ferilskrána sem nógu mikil númer, vera sem mest aðlaðandi vara á markaðnum eins og flestir aðrir er máttu leika sér um hríð. Þau þörfnuðust einungis stundarviðurkenningar með ekki háleitari markmið né metnað en að forðast höfnun fjöldans. Auðskiljanlega eðlileg sjálfsbjargarviðleitni, tilraun til að reyna komast hjá þrælarútínu þrauta- lífsgöngunnar áður en óhjákvæmilegur ósigurinn var viðurkenndur. Það verður ævilöng huggun á líflseiðinni að hafa eitt sinn reynt að brjótast út og náð að lifa villilífinu um skeið.

Að vísu kvartaði Snorri lögrugluformaður nýlega yfir því að alþingi væri að fjölga listalaunum í þágu atvinnusköpunar í stað þess að dæla þessu fé í eitthvað gagnlegt eins og frumkvæðiseftirlit lögruglunnar. Löggæslan ætti að njóta forgangs á þessum víðsjárverðum upplausnar- og uppreisnartímum. Skemmtilega hreinskilinn hann Snorri og virklega verðugur og viðeigandi talsmaður löggæslunnar í lífsbaráttu þeirra fyrir tilvist sinni og örvæntingafullri þrá eftir sjálfkrafa virðingu.

En um enn einn glasstorminn varðandi boðsgesti Þjóðleikhússins sem einhverjir vandlætingarsinnar reyndu velta sér upp úr á þessum nýjustu nornaveiða, æðis og ofsóknartímum. Fjöldasýki er einkennist af neikvæðri torrtyggni gagnvart virtustu máttarstólpum og grunngildalegum undirstoðum Lýðveldisins. Af því tilefni skrifaði ég eftirfarandi:

Skýringin á fjölda boðsgesta á sýningum Þjóðleikhússins er auðsótt. Það eru svo margir gagnrýnendur, aðstandendur, frændgarður þeirra fjölmörgu er koma að stórfenglegum uppsetningum hinna vinsælu söngleikja, velunnarar og styrktaraðilar. Þetta er jákvætt merki um hinn gríðarlega og víðtæka menningaráhuga og listneyslu meðal Íslendinga. Þessar tölur sýna og staðfesta almenna velvild til menningastofnanna og sértaklega þá steynsteypukassakastala, virkin er hýsa blómstrandi listsköpun sem hlúð er að með umhyggju, nærgætni og hlýju af íslenskum menningaryfirvöldum.

Ofan á það má bæta við almenna aðdáun á listamönnum hérlendis sem eru svo sniðugir að koma sér hjá því að stunda almennilega vinnu þótt það sé tímafrekt að sníkja alla þessa styrki. Eða er það ekki?
Hitt er svo annað mál að ef fólk heldur að þú sért ríkur færðu margt ókeypis. Þú drukknar í boðsmiðum því það borgar sig að vera góður við þig.

Alveg dæmigerð neikvæðni Páls Baldvins að agnúast út í þessar hóflegu hlutfallstölur. Kolla myndi útskýra fúlheit hans sem öfund, eða er hann ekki með frímiða sem menningarstjóri Fréttablaðursins?


mbl.is Gerir athugasemdir við umsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband