Verksmiðjuvætt skólakerfi

Það er frábært framtak hjá Jóhanni Björnssyni að berjast gegn stimpilklukkunni sem mælieiningu starfsframlags. Með andmælunum sýnir Jóhann einnig nemendum sínum gott fordæmi með því að vera vakandi gegn yfirvöldum og hugsunarlausu kerfi. Heimsku skriffinnanna og mannhataranna á menntasviði Rvk. Það virðist allt sem kemur við sögu þess gjörspillta borgarkerfis vera að hinu illa. Jóhann sem VG maður ætti að vita hvað hann er að segja þegar hann greinir frá vanhæfni og eiginhagsmunahyggju stjórnmálafólks.

Framkoma Jóhanns er til fyrirmyndar því fyrst og fremst eigum við að kenna nemendum gagnrýna hugsun og andóf við allt yfirvald og heimsku múgmennskunar. Ekki er lengur við hæfi að láta mata sig og melta allt gangrýnislaust eins og dæmin hafa margsannað. Eins og flestir vita er gagnrýnin hugsun forsenda allrar heimspekihugsunar. En mig grunar að ennþá skorti gagmrýna nálgun í skólakerfinu þrátt fyrir fögur orð um einstaklingsmiðað nám o.s.frv. sem skortir fé og mannskap til að framfylgja.

En ég set spurningamerki við að það sé VERIÐ að verksmiðjuvæða skólakerfið. Efast stórlega em að það séu nýjar fréttir heldur vel yfir aldagömul staðreynd.

Franski hugsuðurinn frægi, Michel Foucault sýndi fram á fangelsis verksmiðjuskólann með kenningum sínum um lífvaldið er varð til þegar ríkið hætt að rífa frávikin í tætlur með dauðavaldinu. En fór í stað þess að viðhalda lífi með því að leiðrétta það, gera við fólk til að móta vinnuafl og þengskap með stýringu í gegnum statistik eða tölfræðiupplýsingar, fangelsum, skólum og verksmiðjum. Fangelsið var grunnteikning- og líkan, fyrirmynd verksmiðjunnar og skólans þar sem þegnarnir voru mataðir og mótaðir í þágu yfirvaldsins og eiganda framleiðslutækjanna. Fólk varð tannhjól í ríkisins vél og skólinn sem verksmiðjan var framhald af byggðist á rútínu, aga og innilokun fangelsins. Svona var það er undirritaður barðist í skóla og var ofsóttur fyrir vikið.

Hefur þetta nokkuð breyst þótt Stýringin verði æ lymskari og teygi sig enn frekar inn á sem flest svið mannlífsins. Annaðhvort með réttrúnaðartrúar- og mannasetningum markaðsstefnunnar sem lítur menn sem vinnuafl og mannauð á markaði eða þegnskap forræiðishyggju vinstrifirrunnar með sinn félagsauð og verndunarstefnu mannskepnunnar fyrir sjálfum sér. Skólinn byggðist alltaf á að móta og mata hlýðna þegna og þægt, meðfærilegt vinnuafl.

Skólinn er fyrir löngu orðinn verksmiðjuvætt fangelsi fyrir börn og ungmenni.
Ég vitna í skáldið Dag Sigurðsson:,, Afnemum skólaskyldu til að verja menntun alþýðunnar."


mbl.is Uppreisn gegn stimpilklukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvílíkt bull,  er ekki kominn tími til þess að við sem greiðum laun kennara getum líka krafist þess að þeir staðfesti viðveru sína þegar þeir eiga að vera að vinna þí þeir séu ekki í verksmiðju eins og við hin?

Það verður að taka á þessu tímasukki að menn skuli nánast ekki þurfa nema takmarkaða viðveru til að geta sagst hafa skilað fullri vinnuviku.  Kalli menn það hvað sem þeir vilja en kennsluskylda er í mínum huga fínt orð yfir frjálsan vinnutíma.

Jon (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 17:52

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Á LSH er klukka til margra ára og sjúkrahúsið hefur ekki breyst í verksmiðju.

Finnur Bárðarson, 21.8.2009 kl. 19:16

3 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Spurning til Jons.

Er viðvera á vinnustað það sem skiptir máli?

Eru kennarar sem fara yfir verkefni nemenda sinna heima hjá sér og undirbúa kennslu að svíkjast um í vinnunni?

Ég sem skattgreiðandi fer fram á að þeir sem eru á launum hjá mér vinni vinnuna sína en ekki endilega hvar þeir vinna hana.

Þurfa leikarar að læra hlutverkin sín í leikhúsinu og fá þeir ekki borgað fyrir það sem þeir læra heima hjá sér?

Sigurður Haukur Gíslason, 21.8.2009 kl. 21:07

4 Smámynd: jórunn

Nei Finnur, spítalarnir bæði í Fossvogi og við Hringbraut hafa alltaf verið verksmiðjur, og það hefur ekkert breyst!

Ég er reyndar alls ekki sammála því að það eigi að, eða megi, afnema skólaskyldu, en skólakerfinu þyrfti að breyta verulega, eiginlega umturna, svo hægt væri með sanni að kalla það sem þar fer fram menntun.

Jon, hvernig er annars hægt að hafa meiri áhyggjur af því hversu mörgum vinnustundum kennarar skila, en af því hversu mikla þekkingu þeir skilja eftir sig, hversu vel þeim tekst upp við að þróa með börnunum gagnrýna hugsun, auka skilning þeirra, rökhugsun og ímyndunarafl - hversu vel þeim tekst að mennta börnin og þ.a.l. framtíð samfélagsins?? 

jórunn, 21.8.2009 kl. 21:17

5 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Finnur, þú ert óþreytandi að benda á LSH hér í athugasemdakerfinu, án þess að koma með nokkur einustu rök fyrir máli þínu.

Ert þú að selja þetta stimpilklukkukerifsdrasl?

Baldvin Björgvinsson, 21.8.2009 kl. 22:05

6 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Satt er það að stofnana og færibandavæðingin teygir sig víða og gengur oft of langt. Til dæmis getur hagræðingahneigðin sem samtvinnast úþenslu stofnana orðið færibandaleg afgreiðsla á mannfólki.

Kenningar Foucault eru ekki endilega mínar skoðanir en umhugsunarverðar nú á tímum aukinnar stýringar yfirvaldsins (hvað sem það nú er). Það er skilgreiningaratrði hvað vald er og hvernig það virkar en sumir eins og Foucault héldu fram að það sé í okkur sjalfum og marki öll samskipti innan samfélagsbyggingarinnar, séstaklega formgerðir samfélagsstofnana. En ítreka það að vinnuframlag kennara eins og margra annara er erfitt að meta út frá stimplilklukku.

Þetta með skóalskylduna er kastað fram til umhugsunar. Ég er ekki með neina endanlega niðurstöðu í þessu, frekar en mörgu öðru.

Þakka fyrir kommentin. Hér hefur margt athyglisvert komið fram þó að sjálfsögðu séum við ekki öll sammála.

Þorri Almennings Forni Loftski, 21.8.2009 kl. 22:07

7 identicon

Jon.Konan mín er kennari. Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um. Það er ekkert tímasukk í gangi.

Kennarar vinna ekkert minna en aðrir. Flestir kennarar eru með viðveruskyldu frá átta á morgnana til fjögur á daginn. Oft eru fundir eftir viðveruna og svo þegar heim er komið tekur oft við heimavinna. Þar sem farið er t.d yfir verkefni og ofl. 

Tek undir orð Sigurðar.

Ólafur Sævarsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 03:07

8 Smámynd: Katrín

Tek undir orð skáldsins og segi afnemum skólaskylduna og setjum á fræðsluskyldu!  Skólaskyldan gerir alla skóla eins, alla nemendur eins og alla kennara eins.  Skyldan drepur niður frumkvæði og gagnrýna hugsun!

Eftir að hafa kennt í 10 ár  er ég enn sannfærðari en áður!! 

Stimilklukka í skóla segir allt sem segja þarf! 

Sjáum til hvort sveitarfélög hafi burði til að greiða kennurunum raunverulegt vinnuframlag þeirra.  Það kostar fórnir hjá kennurnum, löng fjarvera að heiman, en þess virði.  Vinnið ALLA ykkur vinnu innan skólans og innheimtð laun ykkar samkvæmt því.   Og sjá, þá munuð þið loks fá greitt það sem ykkur ber!

Katrín, 22.8.2009 kl. 09:56

9 identicon

Í grein Jóhanns, og í bloggi Þorra hér að ofan, er grundvallarmisskilningur á ferðinni og restin fellur síðan um sjálft sig í kjölfarið.

Stimpilklukkunni er ekki ætlað að mæla vinnuframlag....heldur viðveru á vinnustað. 

Stimpilklukka er ekkert annað en tæki til þess að halda utan um umsamda viðveru og sparar stórfé á launadeildum þegar kemur að utanumhaldi um yfirvinnu, veikindadaga, orlofsdaga osfrv.

Að hugsa stimpilklukku sem tæki vinnuveitanda til eftirlits með starfsmanni segir ekki nema hálfa söguna. Stimplanir eru líka tæki sem starfsmaður getur notað til eftirlits með vinnuveitanda sínum...skilaði yfirvinnan sér ?....var orlofið rétt skráð ?....osfrv.

Einnig vil ég benda á að hún jafnar aðstöðu á milli starfsmanna. Mest óþolandi karp sem yfirmaður lendir í er kvörtun frá Sigga um að Jón mætir aldrei fyrr en korter yfir 9 og fer alltaf korter fyrir fimm.

Í nútíma stimpilklukkuhugbúnaði eru líka fjölmargir þægindamöguleikar fyrir starfsmanninn, t.d. hvað á ég marga orlofsdaga eftir ?....hvað hef ég tekið marga veikindadaga vegna barnanna ?...osfrv.

Þessi hugmynd að ,,vinna mín er svo merkileg og flókin að stimpilklukkan nær ekkert yfir það" er algerlega fyrir utan umræðuefnið. Stimpilklukkan er ekki til staðar til að mæla vinnuframlag eða gæði vinnu. Hún mælir viðveru. Og ef ákveðinn hluti vinnunnar fer fram utan vinnustaðar má einfaldlega stimpla inn þann tíma fyrirfram (2 tímar á dag....), eða skrá þann tíma eftirá.

Það hvarflar að manni að þeir sem eru á móti stimpilklukkunum séu yfirleitt þeir sem eru hræddir um að upp um þá komist. Ég hef unnið sem sérfræðingur allt frá því að ég útskrifaðist úr háskóla. Ég hef unnið á stöðum með stimpilklukkum, handskrifuðum vinnuskýrslum og loks engri eftirfylgni. Ég kýs stimpilklukkurnar yfir allt annað fyrirkomulag.

Stimpilklukkur eru notaðar á stærstu sérfræðingavinnustöðum landsins, t.d. innan heilbrigðisgeirans, og þykja ómetanlegt tæki fyrir bæði vinnuveitandandann og starfsmanninn.

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 12:08

10 Smámynd: Guðbjörg  Hrafnsdóttir

Nýjasta nálgun BIG BROTHER í U.K. er uppeldis-eftirlits-vél inná heimilin!

Guðbjörg Hrafnsdóttir, 22.8.2009 kl. 13:50

11 identicon

Ég stimpla mig inn og út daglega... sé ekkert að því.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 14:25

12 identicon

Uhhh ef ég má bæta við... þegar téð klukka kom fyrst þá man ég að mér fannst þetta vera smá átroðningur og svona...  alveg eins og mér fannst fáránlegt að leyfa ekki að reykja í bönkum og svona... en svo sá ég að ég var með óþarfa væl, frekar hallærislegur bara ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 14:27

13 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Þð er alveg rétt að þótt nemendur nenni ekki að læra heima þurfa kennarar að undirbúa sig, fara yfir verkefni og sinna máleffnum nemanda utan kennslutíma o.fl.

Fræðsluskylda er málið. Var búinn að gleyma þessu hugtaki.

Það er líka rétt að stimpilklukka virkar á báða vegu og getur verið starfsfólki í hag í vafamálum. En ég held að hér sé um táknrænan hlut að ræða þegar hagræðingarliðið ætlar allt í einu að fara að spara með því að breyta einhverju sem hefur gengið ágætlega hingað til. Svo ekki sé minnst á þá vélrænu nálgun og vantraust sem svona gjörningur felur í sér.

Mín reynsla er sú að það getur farið óratími í að leiðrétta rangfærslur stafrænu klukkunnar eða mannleg mistök útreiknaranna á skrifstofunum.

Þorri Almennings Forni Loftski, 22.8.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband