26.2.2009 | 11:08
Bloggið er byrjað
Eftir töluvert hik er ég loksins byrjaður að blogga á Mogga. Þessi tilraun er gerð af tillitssemi við sumt fólk er ég rekst á, með ætluninni að hlífa þeim við predikunum og pirringsstuði vegna íslenskra einmiðla.
Bloggið hefur hingað til aðallega verið vettvangur hinnar sívaxandi íslensku plebbamenningar, þar sem fávísi og fordómar njóta forgangs. Margir íslenskir bloggplebbar eru lýsandi dæmi um að það mætti takmarka kosningarétt með einhverjum hætti.
Ætlunin er að á þessum vettvangi muni rödd hins þögla Þorra almennings heyrast í mótvægi við hið tilbúna og ímyndaða almenningsálit, nýjustu markaðs og skoðanakannana. Hér gæti endurrómast sú margradda rödd almennings eins og hún ætti að hljóma án íhlutunar og stöðugrar skoðanastýringar fyrirtækjaræðisins. Þar að segja eins og undirritaður ímyndar sér almenningsálitið.
Einnig munu birtast á þessum vettvangi, Þorri fólks, Þorri þjóðarinnar og jafnvel sjálfur Þorri fjöldans.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.