Flokkadrættir í réttirnar

Skondið og sorglegt eftir könnun á viðbrögðum moggabloggara við listgjörningi Sigmundar og Ástu R. Afstaða fólks virðist að mestu dregin eftir flokkspólitískum formúlum og línum. Þetta er mín sjálfkrafa, sjálfstýrða skoðun, þú veist. Fyrirfram myndaða sjálfstæða skoðun að vel ígrunduðu mál en ekki samkvæmt liðinu sem ég er í, eða hvað? Á meðan sauðahjarðar hugsunarhátturinn gerir kleift að láta draga sig svona í dilka, réttir og skotgrafir. Er engin von um að eitthvað breytist hér á landi. Ef einhver er ennþá að tala um byltingu þá má sýna þetta sem dæmi um hvað allt er fljótt að fara í sama farið aftur. Afhjúpunin er svo yfirgengilegt flæði að fáir taka við lengur. Það er orðið leiðinlega hversdagslegt að vera ennþá hissa, hvað þá tuða og röfla um ósköpin. Þetta er vont en það venst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála.

Sigurður Þórðarson, 17.6.2009 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband