22.7.2009 | 13:05
Kunna Íslendingar ekki að skammast sín?
Arfleifð sjálfstæðisbaráttunar, þjóðremban hefur lengi flækst fyrir mörgum Íslendingum. Þessi blanda inniheldur líka undirlægjuhátt þrælasiðferðis og hjarðmennsku er sýnir sig í undirgefni og smjaðri við yfirvöld og útlendinga.
Annaðhvort eru útlendingar í flestu fremri og færa góðar gjafir í þjóðarbúið eins og stóriðjur og fyritækjavæðingu. Eins og þegar auðhringar geta lagt undir sig heilu byggðarlögin og náð áhrifum með því að smjúga inn í flest svið smásamfélaga. Orðið ómissandi eins og Kaninn var á Suðurnesjum.
Stór hluti þjóðarinnar aðhyllist ennþá fjöldamenningu Kana er a.m.k.tvö innlend Kanasjónvörp viðhalda. Sá sem þetta ritar er feginn, finnur fyrir létti næstum því hvern einasta dagyfir því hafa litla hugmynd um hver sé Jay Leno og sjónvarpsstjörnur hversdagsjónvarpsins vestanhafs o.s.frv. Þessa vitneskju úr áhrifamiklum dægurheimnum eru krakkarnir á auglýsingasneplunum dugleg að kynna og birta. Því er ekki að neita að það gefur fúlum fauskum (Vona að ég hljómi ekki eins og Thor 1958) vissa vellíðunartilfinningu að þjást af þekkingarskorti um þennan ríkjandi hliðarheim. Algjör fáfræðin veitir fullvissu um að vonlaust er að setja sig inní hið létta skemmtiefni þar sem það skortir tíma til að byrja frá grunni.
Á hinn veginn er hin sjúklega tortyggni gagnvart öllu útlendu, sérstaklega alþjóðasamtökum og ríkjabandalögum. Til að spara orð vísa ég til viðhorfa Guðfríðar Lilju þegar hún talar um ,,landið okkar" á þingi. Það er orðræða hinnar ungmennafélagísku sósíalísku þjóðernishyggju sem fylgismenn hennar kalla oft þjóðfrelsisbaráttu. Svona hliðstætt Viet Cong og andspyrnuhreyfinga gamla nýlendutímans.
En aftur að þjóðrembu Íslendinga, þessara skringilegu blöndu sem inniheldur örugglega minnimáttarkennd sem undirstöðu í uppskriftinni.
Nú ríkir æsingur og hneykslan, Icesave samningur og ESB umsókn virðist í uppnámi vegna réttmætrar áminningar hollenska utanríkisráðherrans í símtali við hinn íslenska kollega sinn. Jafnt þjóðrembu sem útrásarkórinn gamli (Ólafur Arnarsson, málpípa þeirra) grenja og hrópa, höfða til lægstu þjóðernissinnuðu skyni skroppina hvata. Vondu Evrumennin, gömlu nýlenduveldin, hóta og kúga hið smásaklausa Ísland.
Sökudólgarnir vonast til að bjarga sér með skrumi. Og garga núna um landráð og landssölu.
Hollenski utanríkisráðherrann var ekkert sérstaklega að fela símtalið en fær bágt fyrir hér á landi að koma svona upp um sig. Þótt ástæðan gæti verið pólitísk hylli með því að hugga þá Hollendinga er kalla á hefnd. Þá skilst mér að Í Hollandi hefur orðið gagnsæi og opin stjórnsýsla einhverja þýðingu. Líklega hefur hinni hollenski Twitter notandi ekki gert sér grein fyrir þeim frumstæðu hvötum og skotgrafahernaði er ríkir í pólitískri umræðu á Íslandi.
Á sama tíma hefur enn frekar komið í ljós varðandi einkavæðingu bankanna að Ísland er glæparíki sem er gegnsósa af spillingu. Hér sitja ræningjar sitt hvorum megin við hvert borð. Því er seinagangur og hik Haarde stjórnarinnar og núverandi stjórnvalda við að rannsaka risasakamálið Ísland, skiljanlegur.
Það má vel vera og er alls ekki ólíklegt að Icesave samningurinn sé vondur samningur. Aðalafsökunin sem Íslendingar hafa til að biðjast miskunnar er hin mikla borgunar og vaxtarbyrði miðað við hina margfrægu höfðatölu. ,,Per capita" sem hingað til hefur verið beitt í landkynningar ,,orðræðunni" á þveröfugan hátt.
Það er ennþá erfitt að átta sig a Icesavesamningnum þar sem lögfræðiálit og umsagnir sérfræðinga virðast fara eftir pólitískum flokkslínum.
En margt hljómar undarlega, afhverju Haarde stjórnin þorði ekki að reyna á dómstólaleiðina og lagaleg óvissa t.d.
Vilhjálmi Bjarnason tókst að skýra málið sem siðferðislega og lagalega skyldu til að forðast einangrun og öðlast aftur eitthvert traust. Þegar hann var beðinn um að útskýra á mannamáli í Speglinum á RUV.
Síðan en ekki síst er reiðin réttlát þegar gerendurnir og ráðamennirnir er gerðu þeim þetta fært, ganga lausir og spóka sig eins og ekkert sé á almannfæri.
En því er ekki hægt að neita að meirihlutinn kaus þetta yfir sig og þið verðið að borga skuldir ykkar. Þó það tíðkist ekki hérlendis. Fáfræði er engin afsökun
Hollendingar eru í fullum rétti með þessa áminningu. Holland er siðmenntað land miðað við Ísland. Þeir urðu einna fyrstir með borgarastéttina og alþjoðlega verslun frá Evrópu. Þeir hafa praktískt vit á pragmatík og umburðarlyndi á meðan það borgar sig. Kalvinisminn hefur gert suma þeirra leiðinlega en kosturinn er að fjáðir berast ekki á.
Þeir gera sig líklega grein fyrir því eins og flestir að Íslendingar eru skúrkarnir í þessu máli. Heiminum hlýtur að vera orðið kunnugt hvurslags siðleysingjar, svindlarar og þjófar, Íslendingar eru. Þótt þeir líti á sig sem fórnarlömb eins og Þjóðverjar forðum.
Þótt ég sé andvígur refsingum þá á glæparíkið Ísland og þeir sem styðja það og eru samsekir með þöglu samþykkir, skilið ærlega hirtingu.
Telja að ljúka verði Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held að atburðir síðustu ára sýni vel að Íslendingar hafa ekki náð þroska til að vera fullvalda sem þjóð. Landhelgisútfærslan, fiskurinn og aðrar auðlindir í höndum braskara og stórþjófa.
Fyrst ættum við kannski að hugsa um fullveldi einstaklingsinsins. Afhjúpunarhrynan hófst ekki síðasta haust. Uppljóstranirnar um mannvonsku og eðlisleg ómerkilegheit Íslendinga og stjórmvalda voru síðast dregnar fram með Breiðavíkurhneykslinu, Heyrnleysingjaskólanum o.s.frv. Flestir sem vildu vita hefur verið kunnugt um þetta í a.m.k. 30 ár.
Hvers vegna fóru íslensk stjórnvöld ekki dómstólaleiðina ef þetta er svona borðliggjandi?
Gangi þér vel að lifa í íslensku lífslyginni.
Þorri Almennings Forni Loftski, 22.7.2009 kl. 15:15
Skemmtileg færsla Þorri
Sævar Finnbogason, 22.7.2009 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.