Ótrúleg frekja

Þetta er ótrúleg frekja og hroki hjá Hjálmari H að sitja við sinn keip þegar allar forsendur hafa gjörbreyst. Á hann við þrjóskuvanda að stríða? Eins og kunnugt er hafa skipulagsáætlanir Reykjavíkurborgarar verið ákaflega breytilegar síðustu ár. Þegar ljóstrað hefur verið upp um fáránleika plananna eins og stórfellt niðurrif menningarverðmætra í þágu verktaka og bankabjánabrasks. Þá hefur stundum verið hopað og ákvörðunartakar ekki þóst kannast við neitt.

Þökk sé Torfusamtökunum o.fl. En svo kom blessað Hrunið og bjargaði því sem enn stendur í bili a.m.k. Það vonuðum við sem þykjumst vita að umhverfi fólks er hápólitískt atriði þar sem augnabliks hagnaðarsjónaðarmið mega ekki ráða. Borgarbragur skapast með tradisjón og Hrunhléið sýnir rústir barbarismans sem skyndigróðæðisöflin skildu eftir sig.

Skemmst er að minnast þegar tveir borgarfulltrúar þóttust aldrei hafa séð teikningarnar er sýndu þær mörgu útgáfur af tillögunum um það sem átti að rísa í stað litlu húsanna á Laugavegi. Samkvæmt heimildum lugu þau blákalt. Síðan gagnrýndi annar fulltrúinn Ólaf F. fyrir að kunna ekki pólitík af því hann stóð við sannfæringu sína og hafnaði frekari hrossakaupum. Eða þjáðist hann af sömu þrjósku og listkólastjórinn? En það er önnur saga

Síðan voru þau keypt voru fyrir 400 millur rétt fyrir væntanlega friðun íþróttamálaráðynjunnar. Að vísu eru það smápeningar miðað við talnafirringuna í dag. En aðgerðin bar keim af afvegaleiðandi sýndargjörningi.

Niðurrifstefnuna og stefnuleysið má rekja aftur til R-listans undir yfirskini þéttingu byggðar og endurreisnar er átti að hleypa smá lífi í miðbæinn fyrir utan túrhestatímann. En það skýtur skökku við að ef allar hugmyndir og áætlanir ná fram að ganga, verður lítið annað að sjá fyrir túrhestanna í miðbænum en hvors annara hótel.

Hvernig stendur á því að Listaháskólinn tekur ekki tilboði um að byggja við höfnina þar sem hótel og höfuðstöðvar Bjöggana munu aldrei rísa? Þar er auðnarlegt rokraskat er afsannar að það sé borgarbragur á Reykjavík. Svæðið er opið sár er beinlínis æpir á byggingar. Athyglisvert er samkvæmt nokkura áratuga gömlum ljósmyndum af þessu svæði og víðar í miðbænum, sýnist vera meiri bæjarbragur á Reykjavík þá en nú..

Getur verið að HJálmar hafi fests inni í vítahring þráhyggjunnar eftir margra ára hringaling um lóð fyrir Listaháskólann?

Það er ekki nóg með að mörg fín hús verði rifin og sérstök bakgarðabyggð á að hverfa. Heldur er það nær öruggt að innan nokkurra ára mun Listaháskólinn (líklega nefndur Samson skólinn þá) krefjast frekari útþenslu á þessum þrönga reit. Í samræmi við varanlega bólguvæðingu Íslands. Sem bólgubjánarnir búast við að sé í stuttu hléi þangað til þeir fá að halda sama leiknum áfram. Þar sem þeir eru drifnir áfram að samræmdri siðblindu er nemur aldrei af mistökum. Það er hættulegt að nema staðar og hugsa. Þess vegna má aldrei rjúfa bullræðuna er dynur sífellt yfir ásamt framkvæmdagleðinni.

Að vísu hefur margt gott verið gert í Listaháskólunum en það er fáum gerður greiði með því að fjölga listamönnum með prófgráður. Þótt brýnt sé að efla sköpun og listmenntun á öllum stigum skólakerfisins.

Líklega verður algjörlega ólíft á Laugaveginum ef listnemum verður troðið þar niður með tilheyrandi tilgerð og sýndarþörf er felst í kaffihúsahangsi. Það er ekki nóg með að Listaháskólinn hafi átt þátt í að skemma íslenska listheiminn með monnípeningasleikjuskap, innihaldslitlum innihaldslýsingum, menningarmellerí og það vafasömum félagsskap að hugtökin menning og listir getur nú ollið ógleði. Heldur á að rústa því litla sem eftir er af miðbænum eftir loftárásir fjárfestingafíflanna og þjóna þeirra.


mbl.is LHÍ líklega við Laugaveg og Frakkastíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

   Jæja Þorri minn.

   Kjarnyrtari athugasemd hef ég bara aldrei lesið, hér í þessum heimi.  Þetta eru miklar rökfærslur og mun ég reyna að fylgjast með skrifum þínum.  Ég tek svo undir þetta hjá þér, það er mjög óvarlega að farið að vaða í þessa framkvæmdir á þennan reit.

reykas (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband