Enn ein vitleysan frá afskiptasinnum

Ruglið í íslenskum yfirvöldum nær alltaf hærri og hærri hæðum. Helst á að setja lög og reglur um allt og koma sem flestum í fangelsi nema stórglæpamönnum og skuldakóngum.

Á endanum verður þessi engilsaxneska stefna til þess að bygging fangelsa og rekstur verður stóriðnaður eins og í Glæparíkjum Norður Ameríku sem hafa náð miklum árangri með refsistefnu sinni. Þar að segja með stöðugri fjölgun þrælavinnuafls. 

Núll prómill er klikkun og þýðir að bílstjórar geta ekki einu sinni fengið sér  malt. Svona var þetta í DDR og þótti snarklikkað. Í Bretlandi t.d. er gert ráð fyrir að fólk geti drukkið einn stóran bjór til að drepa ekki sveitakrárnar endanlega. Þótt nú séu flestar krár að gefa upp laupana þar vegna reykingabannssins. Þetta geðveika bann hefur sýnt þrælsótta Íslendinga í verki því þeir hlýða. Eins ósmekklegt og það er að reykja utandyra auk lungnabólguhættu. Það hefur undirritaður reynt  sjálfur. Heilsan hefur versnað mikið eftir Reykingabannið þótt ekki sé lengur hægt að fara inn á öldurhús sökum skítalyktar.

 

Er ekki komin tími til að bylta þessu? Eyða þessu yfirráðasjúka og afskiptasama pakki. Pakki sem er aðeins hér á jörð til að gera öllum öðrum lífið leitt.  


mbl.is Blátt bann við akstri og áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já - margt í þessu annars ágæta samfélagi okkar svipar til hlýðniskóla líkt og starfræktir eru fyrir hunda.

hver er td. tilgangurinn með því að ekki ein krá - ekki eitt kaffihús - má leyfa fólki að reykja?

(mega ,,vondir" hvergi vera?) 

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 16:09

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll,

Ég er ósammála þessu.  Þessi mörk eru sviðuð og t.d. í Danmörku og ég get ekki séð neitt athugavert við að þessi mörk séu lækkuð.  Þar sem ég bý eru merki með reglulegu millibili á vegum þar sem fólk er hvatt til að láta það vera að drekka og aka, eða nota vímuefni og aka.  Undir hverju skilti eru nöfn einstaklinga sem hafa látist í slysum þar sem áfengi eða vímuefni voru orsök. Mér finnst alveg þörf á að koma slíku upp á Íslandi til að fólk átti sig á hættunni.  Sjálfur missti ég prófið fyrir tæpum 30 árum eftir að hafa keyrt bíl í fyrsta og eina skiptið eftir að hafa fengið mér í glas.  Ég lét það mér að kenningu verða en hefði betur látið það ógert í þetta eina skipti.  Ef ég hefði ekki verið tekinn og misst prófið hefði ég sjálfsagt gert þetta aftur, e.t.v. með hörmulegum afleiðingum. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 26.7.2009 kl. 16:41

3 Smámynd: Reputo

En þetta frumvarp snýst ekki um þá sem eru dauðadrukknir og eru raunverulega að valda slysum. Þetta er atlaga að fólki sem fær sér rauðvínsglas með matnum og þessháttar. Í fréttinni eru engar tölur sýndar sem sýna slysatíðni þeirra sem eru með á bilinu 0,2-0,5 prómill í blóðinu, og ég dreg það stórlega í efa að hún sé hærri en hjá þeim sem ekkert hafa drukkið. Flest allar þessar slysatölur vegna áfengisakstur eru vegna fólks sem er með 1 prómill og yfir.

Reputo, 26.7.2009 kl. 21:26

4 identicon

Hingað til hefur það verið þannig að maður er ennþá löglegur eftir einn, eftir þessa breytingu þarf maður líklega að halda sig við hálfan til að vera öruggur.

Ég spyr: hefur það verið eitthvað stórvandamál að menn séu að keyra eftir aðeins einn bjór? Er hægt að rekja mörg slys til þess? Ég á mjög erfitt með að trúa því. Kunna Íslendingar ekki að greina á milli þess að smakka og að detta í það?

Til hamingju ef þessi lög verða samþykkt, þá verðum við nær Sádí-Arabíu heldur en Bandaríkjunum á þessu sviði.

Geiri (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 23:02

5 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Sumir kjósa að smakka það alls ekki ef þeir ætla að aka. Það er skiljanlegt. Þeir sem semja svona lagafrumvarp virðast yfirleitt ekki hugsa eina hugsun til enda. Líklega ætlast þeir til þess að engin vogi sér að smakka það, því þá geti dómgreindarskortur leitt til frekari drykkju. Fólki ætti að vera í sjálfsvald sett að meta það.

Það er stöðugt verið að þrengja að. Hin mikla Stýring vill frekari stýringu.

Sá grunur læðist að manni að hér ráði ekki heilbrigðissjónarmið för. Ekki einu sinni sú forræðishyggja að vernda fólk (börnin) fyrir sjálfum sér. Heldur að stjórnvöld komist inn á flest svið mannlífsins til að afmá það litla sem eftir er af fullveldi einstaklinga.

Að auka fangelsisrefsingarer er út í hött því flestar kannanir sýna að fangelsisvist er fáum til góða þegar litið er á heildarhagsmuni samfélagsins.

Þorri Almennings Forni Loftski, 26.7.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband