Íslenskt réttarkerfi og yfirvald bregst ekki sínum

Það er einstaklega þægileg öryggistilfinning að þrátt fyrir Afhjúpunarhrynuna eru ennþá flestar stoðir samfélagsins fyrirsjáanlegar.

Þrátt fyrir allt er loksins ástæða til að dást að ísilensku dómkerfi og réttlætiskerfi. Þar er brugðist fljótt við þegar brotaþolendur og minnimáttar eru beittir ranglæti. Jafnvel ofsóttir með hleypidómum. Einkalíf fólks er varið til hins ítrasta með ákveðni og staðfestu. Það er frumforsenda persónufrelsis að einkamál fólks séu vernduð fyrir hinu tilbúna almenningsáliti. Framhald 1: Eins og við þekkjum í vímuefnamálum þar sem grunaðir fá ætíð að njóta vafans og eru ekki valdir úr samkvæmt fordómum. Auðvitað kemur þetta almenningi ekkert við þótt hann þurfi að borga næstum óspurður. Framganga íslenskra dómstóla og sýslumanna (sem eðlilega þurfa að uppfylla þau skilyrði að vera annaðhvort framsækniur eða sjálfstæðir) í lögbannsmáli Kaupþings gegn RÚV hefur tekið af öll tvímæli um það að hér ríkir réttlæti og frelsi til einkalífs hins rótgróna lýðræðisríkis. Hér lifir óskert hið frjálsa einkalíf og ákvörðunarvald, sjálfstæði hinna fáu.

Enn og aftur. Til hamingju Ísland!!!


mbl.is Kaupþing fékk lögbann á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband