11.8.2009 | 00:12
Fyirsjáanleg en næstum vitskert viðbrögð
Það er atyglisvert en fyrirsjáanlegt að fylgjast með viðbrögðum sumra bloggara við málningarslettunum á hús Hjörleifs Kvarans. Það virðist rugla þá í ríminu að þótt hann sé fostjóri Orkuveitu Reykjavíkur þá sé málningin aftur rauð en ekki græn eins og í tilviki stóriðju- og orkusöluförkólfa og þjófa hingað til.
Að venju eru blórabögglarnir Saving Iceland sem margir Íslendingar vilja ekki láta bjarga sér. (þótt ef til vill sé um marga og mismunndi hópa eða ,,copycat" að ræða) Það er skiljanlegt því þessum bloggplebbum er varla viðbjargandi. En líklegra tel ég að SI vilji frekar bjarga landinu frá íslensku mellunni sem selur sig ekki einu sinni hæstbjóðanda, þó best í (eða næstbest núna) heimi sé samkvæmt landkynningarbæklingum og skýrslum sérfræðinga. Þó ekki sé minnst á Íslandsssögu Hriflu Jónasar sem var einn af arkitektum íslenska spillingarklíku stjórnkerfisins. Þar að segja bjarga Íslandi frá Íslendingum eða fyrirtækjaræðinu og þeim sem þjóðin hefur ,,kosið" til valda þó í raun hafi hún lítið um stjórnvöld að segja.
Ég hef lesið ummæli sem líkir SI við ódæði Manson fjölskyldunnar. Sem er afar ósmekkleg samlíking fyrir utan að vera út í hött..
Menn furða sig á hvað orkuveitustjóri og fyrrum lögfræðingur Reykjavíkirborgar hefur til saka unnið. Þót það ætti að vera mörgum kunnugt
að Hjörleifur á kaf í gjörspilltu valdakerfi og klíkuveldi Reykjavíkurborgar. Og var síðan bendlaður við orkusöluhneykslið og REI ruglið.
Ahverju ekki sé ráðist á heimili Jóns Ásgeirs sem á ef til vill heima í New York í annarra húsi sem hann hefur hertekið (squattað) eða siglir hann um heimsins höf á óseljanlegu snekkjunni? Sem hann á auðvitað ekkrt í frekar en örðu efnislegu drasli sem hann hefur sankað að sér með hjálp bankabjánanna.
Einn sem er alls ekki bloggplebbi spyr í háði hvort merking húsanna sé tilvísun í GT þótt því hafi verið öfugt farið fyrir flóttann frá Egyptalandi er Hebrear merktu hús sín með blóði svo engill dauðans myndi fara framhjá þeim í refsileiðangri sínum gegn herrunum. Kannski eru skuldakóngarnir hinir útvöldu samkvæmt kalvinískri túlkun. Guðinn er þá að koma til að bjarga þeim, hinum hólpnu er hann hefu sýnt velþóknun á. En ætlar að ganga frá okkur skrílnum sem létum fara svona með okkur. En nú er allt orðið öfugsnúið svo ef til vill er verið að merkja húsin fyrir guðinn grimma sem mun koma og leiða okkur arðrændu sakleysingjanna úr ánauð auðhyggjunnar? Þeir í merktu húsunum eru þá vonlausir og ekki viðbjargandi. Fá að brenna í ósmekklegum höllum sínum eins og sumir vilja spá.
Einhverjir skilja alls ekki tilgang né áhrif aðgerðanna. Hneykslast á smávægilegum skemmdum á efnislegum (helgum?) hlutum eins og steynsteypu og bílum. Undarlegt hvað mörgum Íslendingum er umhugað um efnislegt drasl. Skýringin er líklega farsótt firringar er lagst hefur yfir helsjúka þjóð. Á meðan verja og styðja margir bloggplebbar barsmíðar á fólki í ólaganna nafni. Er ekki eitthvað mikið að andlega, samkvæmt þessum viðbögðum? Eitt er víst að gildismatið er ekki í lagi hjá þessari nýríku og lánsömu þjóð sem loksins er orðin ólánsöm. Mun hún þroskast af því? Aldrei að vita, við skulum halda áfram að vona stundarkorn.
Svo skal böl bæta með því að benda á eitthvað annað kemur samstundis upp í hugann þegar viðbrörðin eru lesin.
Áhrif aðgerðanna eru að halda fólki við efnið og minna á að það eru einhverjir ennþá vakandi. Þrátt fyrir að þjóðin hafi lítið úthald til andófs og láti sér nægja að bölva og rausa á netinu eða sín á milli, að venju. Þetta vita ráðandi öfl sem fara sér hægt og vilja bíða, sitja þetta af sér þangað til reiðin gengur yfir, eða hvað? En reiðina vantar farveg og ekki endilega ,,réttan" að mati yfirvalda. Það þarf að tappa af svo flestir verði þægir og góðir aftur. Þetta eru táknrænar aðgerðir, áminning um að nær ekkert hefur verið gert til að ná fram réttlæti. Stórþjófarnir hafa okkur að háði og spotti á meðan þeir leika lausum hala og fólk bítur á blekkingunarbeituna, með því að hneykslast yfir meinlausum slettum.
Sem betur fer eru yfirvöld hrædd og stressuð sem má sjá af því að tbeimur fréttum um upphlaup í bönkum og fjármálastfofnunum með exi o.fl. var haldið leyndu þangað til þriðja atvikið lak út. Þótt fólk sé ringlað er margt á suðupunkti. Þess vegna eru viðbrögðin fyrir utan ráðuneytið og gegn hústökufólkinu svona harkaleg. Tl að sýna fólki í tvo heimanna og hræða það frá aðgerðum. Vandinn er þá sá að margir halda að þetta séu sjálfsögð vinnubrögð valdsins.
En það er ekki nóg að tappa af. Það þarf réttlæti til tilbreytingar. Breytinga er þörf og það fljótt. Trúgjarnir yfirvaldsinnar ættu að þakka fyrir að einungis er um málningu að ræða. Þetta eru ennþá aðeins táknrænar aðgerðir. Líklega er það ekki fullnægjandi aftöppun reiðinnar. Þó mælir þrælanna sé fyrir löngur orðinn yfirfullur.
En eitt geta ráðandi valdaöfl gert í stað þess að siga lögruglunni á gerendur
Besta ráðið væri a.m.k.að sýna viðleitni til að ná fram einhverskonar réttlæti. Rífa upp teppið í staðinn fyrir að sópa stöðugt undir það. Hætta að nota afhjúpunarhrynuna sem ruglandi flóð afvegaleiðinga. Þeirra er valið. Nema að einhver valdaöflin bíði færis á að grípa inní og koma á harðstjórn. Gæti það verið ástæðan fyrir því að allt er gert til að eyðileggja fyrir svokölluðu vinstri stjórninni? Skapa allsherjar upplausn. Og síðast en ekki síst hin vel skipulagða áróðursherferð óttans til að auka fjárveitingu, efla vald og búnað lögruglunnar?
Málningu slett á hús Hjörleifs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Þorri, og velkominn, í spjallvinahóp minn !
Sammála; um flest, hér hjá þér, nema,........ Jónas frá Hriflu var jú, einn fremsti frumkvöðull Héraðsskólanna, sem og annarra driftar framkvæmda, á landsbyggðinni, og fyrir það, eitt og sér, met ég hann mikils, alla tíð.
Auðvitað; var Jónas ekki gallalaus - umfram aðra dauðlega, svo sem.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 01:43
Þakka þér Óskar. Að sjálfsögðu var Jónas bæð vel gefinn maður og merkilegur. Hann var það mikill hugsuður og frumkvöðull að hann var ekki allra, eins og kunnugt er. En vegna þess hve hann var fylginn sér fór hann stundum offari og féll að lokum í ónáð sökum ofríkis að margra mati. Arfleið hans er bæði góð og slæm. En satt er það að enginn okkar er gallalaus. Sérstaklega þeir sem lenda í hlutverki frumkvöðla, líta út fyrir rammann og hugsa á undan sinni samtíð. Þeim sést stundum ekki fyrir og Jónas sveifst oft einskis í sínum pólitísku áætlunum og ,,plottum." Ég er ekki í vafa um að hann vildi vel og var umhugað um framfarir, þótt aðferðirnar væru umdeilanlegar.
Góðar kveðjur
Þorri
Þorri Almennings Forni Loftski, 11.8.2009 kl. 03:44
Smá viðbót: Málningarsletturnar senda skýr skilaboð til þjóðarræningjanna um að enginn þeirra sé óhultur. Hvað er annað að gera en að grípa til einhverja ráða á meðan svokallað réttarkerfi er aðgerðarlaust. Valdakerfið gerir lítið til að lægja öldurnar. Þess vegna er fórnfúst framtak þeirra sem læðast að á nóttini, virðingarvert.
Þorri Almennings Forni Loftski, 11.8.2009 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.