Aftur hefðbundnar aðferðir

Saving Iceland virðist hafa horfið aftur til hefðbundinna og friðsamra aðgerða í anda borgarlegrar óhlýðni. Ekki er þetta hlekkjaða fólk öfundsvert, en veðrið virðist ágætt og þau komust að sem fyrsta fréttin í morgunfréttatíma RUV. Fólk er auðvitað búið að bíða eftir að þessari venju sé fylgt í allt sumar. Það verður ekki fyrir vonbrigðum og fær að hneykslast þótt langt sé liðið á sumar.

Byggingarframkvæmdir fyrir álver í Helguvík er viðeigandi vettvangur. Þótt af nógu sé að taka er Helguvíkur stóriðjan ein vitlausasta framkvæmd síðari ára. Það á meira að segja að gera hana græna með fiffi og náttúrlegum leiktjöldum ef marka má teikingarnar. Einhverskonar blekkingar blæju svo engin sem fari framhjá verði var við hana. Þá er hún auðvitað ekki til ef maður sér hana ekki. Leiktjöld í kringum spúandi ósýnilega óþverrann er mjög viðeigandi fyrir sviðsetta samfélags fjöldaveruleika samtímans. Það er nóg að yfirborðið, umbúðirnar og leiktjöldin séu græn og eitrið ósýnilegt. Af því getur varla hlotist nokkur skaði. Og ef rafmagnslínurnar sem ekkert sveitarfélag vill fá í gegn hjá sér komast í jörð, verður þetta fullkomið og ákaflega vistvænt.

Út frá öllum sjónarmiðum er þessi framkvæmd glapræði. Náttúruspjöllin sem mun hljótast með öllum virkjununum sem þarf að byggja. Svokallaðar gufuaflsvirkjanir sem eru mikið meira mengandi og skammvinnari orkulindir en flokka og fyrirtækjaræðið heldur fram. Skemmst er að minnast á eitraða brennisteinsfnykinn er berst relgulega til Reykjavíkur, Eitraða mosann og mengaðan gróðurinn í kring. Væntanleg eyðilegging við Þjórsá o.s.frv. Þótt Hvergerðingar séu á það hærra menningarstifi en Suðurnesjamenn að þeir höfnuðu vikrjun og bændurnir við Þjórsá streitast á móti þrátt fyrir að Landsvirkjun eigi auðvelt með að kaupa sveitastjórnarmenn.

Árni Sigfúson Johnsen náfrændi Johnsens á þingi var hafnað af Reykvíkjungum og sendur til Suðurnesja. Síðan hefur hann ólmur viljað afhenda og selja sem flest til vafasamra auðmanna og alþjóðlegra auðhringja. Allt þetta í nafni atvinnu fyrir mesta redneck og white trash svæði hin ameríska Íslands.

Suðurnesjamenn vilja ólmir fá aftur að halda áfram að þræla fyrir Kanann. Með þessu áframhaldandi verður öll þjóðin brátt að álþrælum þar sem hún verður háð sveiflum í álverði og þarf því að standa og sitja eins og álherrum og risum þóknast með kverkataki sínu. Kaninn veit þetta og þarf því engan her lengur á Miðnesheiði.

Arðsemi atsins hhmmm, spyrjið bara garðyrkjubændur, skattmennina o.fl. Hvenær ætlar þessari helreið heimskunnar að linna?


mbl.is Hættu mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HEIMSKAN ER SÖM VIÐ SIG OG HENNI LINNIR ALDREI ÞVÍ GET ÉG LOFAÐ :)

Íslendingar eru heimsk þjóð og ég verð að sætta mig við það ,ég er einn af þeim.

Sigurður Helgason (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 09:22

2 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Til hamingju með það, til hamingju með hreinskilnina Sigurður. Íslendingar munu glaðir borga skuldir Landsvirkjunar, fórna Þjórsá og fagna brennisteinseitri , ef þeir fá meiri atvinnu.

Þorri Almennings Forni Loftski, 12.8.2009 kl. 09:42

3 identicon

Sæll og blessaður!

Þrátt fyrir marggallaða færslu þá er ég sammála því að Árni Johnsen sé frekar vafasamur karakter og að nóg sé komið af álverum. En hinsvegar eru þarna margar setningar sem benda skilmerkilega til þess að þú sért einkar góður að búktala með rassinum.

Í fyrsta lagi er fáránlegt að bera saman stærð Hveragerðis og Suðurnesja og þá sérstaklega í sambandi við atvinnuleit, í raun og vera bara barnalegt. En þú ert augljóslega litaður af hatri gagnvart suðurnesjamönnum því eins og þú segir seinna að það sé mesta redneck og white trash svæði Íslands-Greyið þú, það hlýtur að vera erfitt fyrir þig að fara upp á flugvöll.

Svo þessu fullyrðing þín um að suðurnesjamenn vildu ólmir vinna fyrir kanann. Merkilegt þar sem flest allir sem voru að vinna þarna voru keyrandi frá Reykjavíkursvæðinu?

Takk annars fyrir skemmtilega færslu og gangi þér vel.

Daniel Frimannsson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 10:05

4 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Sæll Daniel

Ég er hræddur um að þú misskiljir mig eitthvað en það er skiljanlegt. Þar sem ég hef sjálfhverfan húmor og sérsinnaðar skoðanir. Þetta átti nú að vera háð og fullyrðingarsöm ögrun í senn. Ætlunin var að hæðast að staðalmyndinunum um lágmenningarástand og ameríkanseringu Suðurnesja. Þó ég hafi verið bæði í fiski og síðar á sjó í Grindavík fyrir svo langa löngu, að það var fyrir kvótakerfi. Þá hef ég enga þekkingu til að mynda mér skoðun á Suðurnesjamönnum í heild því þessar ímyndir eru oftast ímyndun. Ekki þekki ég neinn sem býr í Hveragerði svo ég viti. en bærinn hafði orð á sér fyrir það að þar byggju margir listamenn og rithöfundar. Ég var að ögra því ég þekkti til nokkura sem voru mjög reiðir út í Hvergerðinga er þeir höfnuðu virkjun m.a. vegna fnyks. Hinir sömu hlóu svo er skömmu síðar opnuðustu nýir hverir við bæinn í síðasta skjálfta.

Biðst velvirðingar ef ég hef móðgað einhverja Suðurnesjamenn þótt ég hafi ekki komist á flugvöllinn lengi vegna gengishruns. Bloggformið bíður stundum upp á fljótfærni og vanhugsaðar fullyrðingar. Er sjálfsagt að leiðrétta það.

Kveðjur

Þorri

Þorri Almennings Forni Loftski, 12.8.2009 kl. 11:51

5 identicon

Þú ert skemtileg skrúfa þorri og átt ekki að vera svona kaldhæðinn það skilur það enginn,

Og farðu nú að taka til í garðinum þínum lol

SH (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 12:08

6 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

SH: Ég skil ekki einu sinni sjálfan mig. Nema á þeim stundum sem ég man ekki eftir.

Þorri Almennings Forni Loftski, 12.8.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband