14.8.2009 | 14:48
Er þá búið að sigra lögrugluna? Eða...
Var þá lögruglan sigruð með því að láta rigna yfir hana sauri, þvagi og öðrum ófögnuði? Ekki vildi ég taka þátt í byltingu með búningabullur sem bandamenn. Útkoman úr því gæti aðeins verið hörmungar. Líklega væri best að sitja heima í hvaða byltingu sem yrði, þær enda yfirleitt á svipaðan hátt ef yfirvaldinu er ekki eytt.
Ólíkt öðrum starfstéttum sem vinna undir miklu álagi við lök kjör. Virðist Snorri lögrugluformaður svífast einskis í kjarabaráttu og stöðugu væli. Sinnir þessu maður einhverntímann starfi sínu þótt hann mætti í aðskorinni lögguskyrtu í Kastljós. Eru nýjustu kúgunaraðferðirnar að boða fasíska byltingu eða valdarán með þjóðrembunum næsta vetur? Einhver smáborgarinn skrifaði að einkennisbúnar ruglur hefðu klappað á Icesave fundi Sjálfstæðis-Framsóknarflokksins í gær.
Mussolini komst til valda eftir að hafa plantað fasistum í lögrugluna til að tryggja aðgerðarleysi þeirra gegn göngunni til Rómar. Þurfum við að fara undirbúa okkur fyrir áhlaup nasista og fasista? Þarf að mynda varnarsveitir verkamanna, strax?
Lögreglumenn í búsáhaldabyltingu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:29 | Facebook
Athugasemdir
Vá, spurning um að nota vefur.puki.is/vefpuki til að láta lesa yfir textann? Eða er þetta tilraun til að sýna fram á hvað þú hatar lögguna mikið :)
En það er greinilegt að "þorri almennings" kemur úr röðum aftaka.org. það sést lnagar leiðir þar með talið á orðaforðanum.
Magnað alveg. Magnað.
Tómas (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 15:47
Þakka þér fyrir að benda á fljótfærnisvillurnar. Orðaforðinn er minn, þar sem ég er skáld og nýyrðasmiður. Þér til hugðarhægðar get ég upplýst þig um að ég kem úr engum röðum og starfa sjálfstætt.
Þetta er ekki spurning um að hata Rugluna, hún er ekki þess verð. Heldur fyrirlíta og fordæma ofbeldi og valdníðslu.
Þakka þér fyrir ummælin um að skrifin séu mögnuð.
Haldu áfram að lesa Aftöku.org, það gerir þér bara gott.
Þorri Almennings Forni Loftski, 14.8.2009 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.