14.8.2009 | 20:24
Gunnar skipti um ritningu
Gaman að sjá á fréttamyndbandi frá jakkafatamótmælunum, að það er ekki langt á milli bókstafstrúarmanna á heilagar ritningar. Gunnar Þorsteinsson hélt sínu striki þó að hann skipti út Rauða kveri Maos fyrir bókstafstúlkun á Biblíunnu. Í stað Mao kom vissa Gunnars á hinum eina sanna guðsvilja. Hvernig svo sem menn finna það út, þegar þeir telja sig geta talað fyrir hönd einguðsins.
Biblían eins og nafnið vitnar um er samansafn margra ólíkra bóka frá hinum ýmsu tímabilum. Þar má greina utanaðkomandi áhrif og strauma hvers samtíma og annara menningarheima. Þetta bókasafn er að hluta til saga mannsandans því þar má svo margt ólíkt finna. Sígild átök á milli lífsskoðana og heimssýnar. Nóg er af fjölgyðistrúnni sem einveldisguðinn skammar hina vanþakklátu Hebrea reglulega fyrir að freistast til að aðhyllast.
Oft hefur verið talað um norska heimatrúboðið, en margir íslenskir Maoistar komu hingað til lands með boðskap Maos eftir Noregsdvöl. Meira að segja Moggin fór á tímabili að dásama Mao sem mótvægi við Sovétríkin eftr að skúrkurinn Nixon heimsótti Formanninn.
Það er nokkuð viðurkennt í dag að vinsældir Maoisman í Noregi hafi stafað af prótestant trúarhita og hreintrúarstefnu. Það var hinn ákjósanlegi jarðvegur fyrir einstefnu trúarhitans. Í dag er það nokkuð viðurkennt að Maoisminn hafi tekið við eða verið framhald á norska heimatrúboðinu. Hreintrúastefnu sem betur fer höfðaði lítt til Íslendinga þótt hún hafi verið boðuð hér í kringum þar síðustu aldmót. Norðmenn og Íslendingar eru sem betur fer ólíkar þjóðir. Hér var spiritisminn og frjálslynd nýguðfræði vinsælli.
Í dag má segja að hin pólitíska réttrúnaðarstefna er virðist stefna að því markmiði að mynda áhættulaust og öruggt mannfélag á þessari Jörð. Þar sem allir mega tjá sig svo framarleg sem þeir hafa rétt lífsviðhorf og skoðanir. Þessi nýtrúarhreyfing sé framhald og í anda hreintrúarhreyfinga protestant píetista. Hin nýja framhalds hugmyndafræði virðist vilja útrýma öllum frávikum með því að setja lög og reglur um allan andskotann. Leysa öll mál og vanda með bönnum. Yfirleitt undir því yfirksyni að vernda minniháttar minnihlutahópa og móðga engan. Sem betur fer eru lagasetningar einungis mannasetningar. Þótt náttúrulög séu nauðsynleg, þá er af nógu að taka hvað varðar ólögin.
En hvað sem má segja um nafna og umbúðabreytingar er þetta yfirleitt svipuð hugmyndafræði og réttrúnaðarandi.
En saga bóksfstúlkunar á Biblínnu má rekja til Bandaríkjanna þar sem þessar hreyfingar hófu að blómstra á 19. öld þótt upprunann megi rekja að mestu til Englands og Þýskalands o.fl. Evrópulanda upp úr siðbreytingu. Hugtakið bókstafstrú eða fundamentalismi kom þó ekki fram fyrr en í byrjun 20. aldar, og var fyrst notað um bókstafssinnaða mótmælandasöfnuði í Bandaríkjunum.
Mér hefur dottið í hug hvort vaxand efnishyggja þar hafi orðið til þess að stór hópur fólks hætti að skilja symbolisma eða táknsögur. Margir Kristnir menn telja fundamentalista fyrirbrigðið seinni tíma misskilning.
Margir Múslímar hafa þó lengi túlkað Kóraninn bókstaflega sem orð guðs, annað sé stórsynd, og samkvæmt þeirri túlkun eru allir sannir músímar fundamentalistar. (fyrir utan að allir menn eru fæddir múslimar þeir eiga bara eftir að uppgötva það)
En samt deila músímar enn um það hvort Kórannn sé sköpun eða alltaf verið til með Allah. Ef hann er sköpun er hann breytanlegur og opinn til túlkunar miðað við veruleika, og aðstæður tíma og rúms. Það geta Islamistar eða fundamentalistar alls ekki fallist á, þótt raunin hafi verið önnur í gegnum aldirnar. En deilur, karp um túlkun og óljós atriði ritninganna hefur viðhaldið fjórri hugsun og haldið andlegri menningu gangandi í gegnum aldirnar. Jafnvel heimspekin lifði eingyðistrúarbrögðin abrahamísku af. Ef við myndum fastsetja ,,sannleikann" að hætti Gunnars og hans líka er líklegt að mannlegt samfélag myndi staðna fljótlega á leið sinni til afturfarar.
Kommar, íhald og guðsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.