Hinir grátbroslega vondu verða að vera


Margt illt má geta sér til um stjórnarfarið í Norður Kóreu samkvæmt þeim takmörkuðu tíðindum er þaðan berast.

Fréttaflutningur varðandi Norður Kóreu er merkilega athyglisverð mötun og stundum grátbroslegt viðfangsefni. Þar blandast saman tveir megin þættir fréttamats samtímans. Annarsvegar fáránlega fyndnar lýsingar á hinum kæra leiðtoga ásamt meðfylgjandi myndbrotum og frásögnum úr ofsfengnum einmiðlum kommúníska einveldisins. Lýsingar á ýktri ofstýringu sem lengi er hægt að flissa af, um leið og hláturinn forðar fólki frá að líta of mikið í eigin barm. Frjósaman allsnægtar barm Vestursins þar sem einfeldingsleg valdstraust- og trúardýrkum ríkir, en þó nokkuð hulin. Djúpt dulin með mörgum lögum af margbreytilegum og efnismiklum dulum

Hinsvegar frásagnir sem eru ekkert annað en nútíma hryllingsögur er nær samstundis valda klígju með óþægilegum hræðsluhroll orðlausrar fordæmingar. Sögur er innihalda útlistanir á refsiaðferðum og stýringar úrræðum myrkvuðu harðstjórnarinnar er sjaldan leka út í siðmenntaða Vestrið. Vitnisburður þeirra örfáu sem sleppa undan úhugsuðum hryllingnum, eina sviðinu þar sem skipulagið er úthugsað. Eithhvað getur Norður Kóreu valdstjórnin hafa numið af vetsrænni hugsun varðandi hvað langt er hægt að ganga í mannhatri og ósvífni, með nýjustu þjáningartækni og hegningarmeðulum.

En er það hugsanlegt að alvarlegasti glæpur Norður Kóreu sé að standa utan alþjóðlega hagkerfisins? Eða réttara sagt glæpa- og blekkingarkerfis, hins sviðsetta sýndarveruleika ímyndaðrar verðmætasköpunar auðhyggjunnar? Er landið óbærilegt frávik í augum alþjóðlegu valdaaflanna? Myndin sem upp er dregin af landinu í meginmiðlum, minnir helst á illgjarnt hrekkjusvín þar sem skrattinn sjálfur stýrir ferðinni.

Auðvitað eru heræfingar iðkaðar með einhver markmið í huga. Jafnvel þó aldrei til aðgerða þurfi að koma. Það er erfitt að meta hvað er Kóreumönnum fyrir bestu í því ruglandi áróðursstríði er málefni Kóreuskagans einkennast af.

En hinir vondu verða ekki eingöngu einhversstaðar að vera, þeir eru ómissandi fyrir ríkjandi valdhafa og ráðsýki yfirráðavírusa.


mbl.is Hóta að beita kjarnavopnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er orðið erfitt fyrir NATO veldin að finna andstæðing sem sýnir þau í góðu ljósi, sýnir þau sem mannúðleg, lýðræðisleg, réttlát.  Enda eru þau að velta yfir í að verða að fyrri andstæðingi sínum, Sovétinu, með gúlöggum, pyndingum, njósnum um eigin þegna, þrýsting á tjáningarfrelsi og annað frelsi, árásarstríðum, aftökum, false flag aðgerðum o.s.frv.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 08:47

2 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Mkið rétt hjá þér. Stundum vantar mótvægi. Eða eigum við að segja að án samkeppni geti veldin gert það sem þeim sýnist. En stríð gegn eigin borgurum eins og stríðið gegn vissum vímuefnum eru alveg sígild til að efla Stýringuna. Stríðið gegn hryðjuverkum er í sama anda og stíl.

Þorri Almennings Forni Loftski, 19.8.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband