FRAMHALD af Hænuhaus á þingi? 2. hluti.

FRAMHALD af Hænuhaus á þingi? Loksins aðkallandi vandamál 1. hluta.

2. hluti:


 Sigmundur hefur oft áður virst úti að aka sem sjónvarpsmaður, sérstaklega innan um stjórnmálmenn og furðulegum spurningum sínum til þeirra. Fleiri en einn Kryrddsíldarþáttur er eftirminnilega vandræðalegur vegna ástands Sigmundar þar sem hann var augljóslega utangátta.
Ef til vill var hann bara timbraður og óundirbúinn? Þar sem glamúrlíf sjónvarpsstörnunrnar hlýtur að fela í sér tölvuverða samkvæmisskyldu.

 
Ætli skömminn og mórallinn sem Sigmundur Ernir hlýtur (eða ætti) að þjást af núna sé ekki næg ,,hegning?" Undirrituðum var einmitt hugsað til ,,virðingar alþingis” við glápið  á gjörninginn. Einhver samherjinn hefði mátt leiða sjónvarpsstjörnuna afsíðis m.a. vegna ,,virðingar” þingsins. Virðingar sem lítið er eftir af sbr. málþóf Sjálfstæðismanna á síðasta þingi. Svo ekki sé minnst á fíflaskap hirðfífla Flokksins  í beinni útsendingu ESB atkvæðagreiðslunnar.

En þá vaknar  upp sú spurning hvort hann eigi einhverja samherja eða velvildarmenn á meðal samflokksmanna sinna. Getur verið að einhverjir séu ólmir að losna við hann eftir það fljótfærnislega glapræði að senda sjónvarpsstjörnuna norðlensku í framboð með Möller? Langt norður í rass til að smala atkvæðum unga fólksins? Glottu flokksfélagarnir í kampinn? Eða nennti enginn Samfylkingarmaður á kvöldfundinn allsgáður? Sigmundur er óreyndur nýliði og líklega auðleiddur í gildru sér vanara fólks.

 Fyrir utan  mest brennandi spurninguna Hvernig er hægt að verða svona drukkinn af léttvíni og meira að segja með mat? Var mikið koníak í eftirrétt? Það ber að forðast samsæriskenningar en hér þarf að fara fram opinber rannsókn. Þetta er mjög brýnt mál og góð tilbreyting eftir allt þrasið um smámuni í sumar.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

LEIÐRÉTTING: Önnur málsgrein færslunnar villtist óvart inn sökum vandræða við að vista bloggfærsluna. Biðst velvirðingar og vona að þessi mistök hafi ekki ruglað lesendur í ríminu.

Þorri Almennings Forni Loftski, 27.8.2009 kl. 19:43

2 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Tókst að taka ofangreinda málsgrein út

Þorri Almennings Forni Loftski, 27.8.2009 kl. 19:46

3 Smámynd: Fríða Eyland

Já einmitt hefja rannsókn...

Fríða Eyland, 29.8.2009 kl. 11:09

4 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Akkúrat Fríða! Og spara hvorki fé né mannskap til að komast í botns í þessu alvarlega svakamáli. Hausar verða að fjúka, við heimtum gor, skorpulifur og blóð, Það er talið nauðsynlegt bataferli að beina reiðinni í réttan og viðeigandi farveg. Krafa dagsins hlýtur að vera: ,,Við kjósendur krefjumst allsgáðra edrúmennsku þingmanna eins og Árna Johnsens t.d......"

Sökum ritæðis eftir alvarlega ritstíflu mun ég spinna ítarlegra svar í næstu bloggfærslu er birtist innan skamms. Er á leiðinni í bloggfrí sökum anna en mun dæla inn lesefni um helgina til að bæta fyrir það. Kv. Þorri

Þorri Almennings Forni Loftski, 29.8.2009 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband