Hljómar kunnuglega

Það vekur furðu hvernig hægt er að hengja sig í Hverfissteininum. Veit ekki betur en belti og jafnvel skóreimar sé tekið af fólki. En hvernig er með þessi alræmdu hengingartök sem lögruglan notaði óspart sínum tíma? Þau hafa örugglega leitt til mannsláta. Ég hef séð fólk blána upp og eiga í miklum öndunarerfiðleikum vegna þeirra.
Heppilegt að það skuli ekki vera nein stofnun á Íslandi sem hefur eftirlit með lögruglunni og rannsakar svona tilvik. Það gerir lögruglan sjálf.
Hvernig var aftur Bubbalagið vinsæla þar sem varðstjórinn var að æfa lögruglukórinn?
mbl.is Fannst látinn í fangaklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú getur hengt þig í nærbuxunum þínum, hvað þá buxum bol, eða teppi.

Það er örugglega hægt að koma alveg í veg fyrir þetta með því að henda fólki nöktu og teppislausu inn í steyptan klefa, en þá fer allt mannréttindabatteríið í gang.

En hér á landi er fólki leyft að vera í fötum og hafa teppi til að halda á sér hita og þá er örugglega alltaf hætta á þessu, þó belti séu tekin af því

Ætli það sé ekki verið að feta milliveg milli þess að taka allt af fólki og taka ekki neitt af því.

Bjarni (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 18:09

2 identicon

Bullukollur!

lalli (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 18:31

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er alvarlegur hlutur að ásaka lögregluna að hún hafi óhreint mjöl í pokahorninu í þessu máli, þegar ekkert liggur fyrir um málavöxtu.

Hver á svo að hafa eftirlit með eftirlitinu? Bubbi?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.6.2009 kl. 18:48

4 identicon

....og maðurinn handtekinn fyrir að ógna lögreglunni .... maður gæti haldið að hér sé verið að kenna lexíu.... en auðvitað má ekki ásaka hina heilögu lögreglu um neitt!!!

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 18:54

5 identicon

Gott að þú slapst pétur :D

Meiri gúbba hópurinn sem þú bendir á.

Halli (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 19:48

6 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Hér er ekki um beina ásökun að ræða varðandi þennan harmleik. Þetta voru vangaveltur um hvort það sé ekki möguleiki miðað við handtökuaðferðir lögruglunnar. Sem ég hef orðið vitni af síðan á áttunda áratugnum, eru oft ansi harkalegar. Getur offorsi þeirra ekki leitt til harmleiks? Mér skilst á yngra fólki að lögrugluofbeldi hafi síst rénað þrátt fyrir aukna ,,fagmennsku" og PC væðingu. Þetta er ekki í fyrsta skipti og varla það síðasta ef heldur áfram sem horfir. Ef menn eru í sturlunar ástandi vegna lyfja eða annarlegs andlegs ástands hlýtur að þurfa að fara varlega í meðhöndlun þeirra við handtöku. Dómur er ekki kveðinn, en það þarf hlutlausa aðila til að rannsaka atvikið.

Þorri Almennings Forni Loftski, 5.6.2009 kl. 22:56

7 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Mér finnst vegið að lögreglunni að ósekju.

Þetta er að sjálfsögðu mikill hörmungaratburður og alltaf sorglegt þegar menn kjósa þessa leið sem þá einu út úr vandamálum sínum

EN. Það eru ekki lögreglumenn sem að vinna þarna við fangaklefana heldur starfsmenn fangelsismálastofnunnar (fangaverðir) og ég hef ENGA trú á öðru en að þeir séu að vinna vinnuna sína.

Ef að einstaklingur ætlar sér að enda líf sitt á þennan hátt er ósköp lítið hægt að gera til að koma í veg fyrir það nema þá að sitja yfir honum og hafa ekki af honum augun eina einustu mínútu.

Hættið nú að kenna lögreglunni um allt sem miður fer. Þetta eru einstaklingar sem eru að vinna vinnuna sína og það sama gildir um fangaverðina.

Aðalsteinn Baldursson, 5.6.2009 kl. 23:50

8 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Lögreglan mun rannsaka sekt eða sakleysi lögreglunnar í málinu.

Við verðum svo bara að trúa niðurstöðu lögreglunnar, er það ekki?

Heimir Hilmarsson, 5.6.2009 kl. 23:56

9 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Hér er ekki vegið að lögruglunni að ósekju. Mitt mat byggist á upplýsingum þolenda og eigin reynslu á yngri árum. Þá var fantaskapur inngróin og stofnanavæddur í starfsemi lögruglunnar. Að sjálfsögðu er ég í langt í frá að dæma alla lögruglumenn almennt. Þeir eru ekki öfundsverðir af starfi sínu sem oft felst í að framfylgja fáránlegri löggjöf eins og banni á vissum vímuefnu o.s.frv. En það er hópþrýstingur sem leiðir til þöguls samþykkis og þöggunar eins og þeir sem reynt að hafa að kæra harðræði geta vitnað um. Þarf ekki annað en að vitna í tölur ríkislögruglustjóra sem hljóta að finnast einhverstaðr á vefsíðu embættisins. Því má bæta við að fólk getur látist síðar af eftirköstum barsmíða. Sérstaklega ef það er látið liggja ómeðhöndlað í fangaklefa. Það þarf ekki að vera á ábyrgð fangavarða sem taka ekki ákvörðun um vistun og meðhöndlun fangaðra.

Þorri Almennings Forni Loftski, 6.6.2009 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband