Er þetta það sem koma skal?

Er ég snéri aftur til Íslands 2006, til tímabundinnar dvalar, var það ljóst samkvæmt nýjustu tölum að ójöfnuður hafði aukist gríðarlega. Landið hafði fjarlægst norræna módelið enn frekar, og var nú komið í flokk með ,,engilsaxneska" siðskipulaginu eins og tíðkast t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum. Það þarf ekki að hafa mörg orð um hvað svona ofbeldisinnbrot og rán eru ógeðfelld og ógeðsleg, þótt ómennin athafni sig í óvinabælum siðmenningarinnar eins og Seltjarnarnesi og sbr. ránið á Arnarnesi um daginn.
En svona atburðir eru daglegt brauð í fyrrnefndum löndum og víða um heim, þar sem bilið milli tekjulágra og forríku ræningjanna hefur hingað til breikkað stöðugt frá því Reagan-Thatcher isma óþverrinn varð að trúarsetningu ráðandi afla.
Eftir afhjúpunarhrinuna var það rætt í mínum hópi hvort hin nýja kynslóð gróðæðisins og græðgisvæðingar sem er var vanin á og alin upp í efnislegum allsnægtum og hlutablæti draslmenningarnar, myndi ekki geta af sér skæða og ósvífna unga afbrotamenn í kjölfar Hrunsins. Skilboðin eru skýr frá þeim sem hafa auðgast og eru ríkjandi hérlendis, að íslenskum sið eru fyrirmyndarhetjurnar svindlarar og þjófar sem baða sig ennþá í einhverju sviðsljósi. Á kostnað annara auðvitað.
Það sem styrkir gruninn um að þetta sé það sem koma skal, voru viðbrögð lögruglustjóra höfuðborgarsvæðisins við hinu viðbjóðslega Arnanesráni. Lögruglan sviðsetti blaðamannafund og ítrekaði hverra eignarétt hún ver er undirstrikaði hjá hverjum hún er í vinnu. Lögruglu lygastjórinn, Stefán Eiríksson. fjölmiðlafulltrúi varðvaldsins, kvaðst hafa persónulega hafa þolendurna á Arnarnesi til að tilkynna þeim að þrjótarnir hefðu náðst. Það er gott og blessað, en hefði hann gert það sama ef brotaþolar hefðu verið fólk í blokkaríbúð í Breiðholtinu? Einnig var athygslisvert að rök lögruglunnar fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi fyrir dómstólum, var að almenningsálitið krefðist þess að illþýðið væri lokað inni (almenningsálitið sem þeir voru búnir að æsa upp og
þar með mynda). Ekki hef ég orðið var við það að dómstólar hafi hingað til úrskurðað í samræmi við ímyndað almenningsálitið.
Auðvitað eru ,,betri borgararnir" hræddir, ég er hræddur um að þeir hafi góða ástæðu til. Einkum eftir þá afhjúpun að sjálfar stoðir stýringar-samfélagins séu spilltur sýndarveruleiki þar sem allt þjóðlífið er mergsogið af siðleysi, svindli og siðblindu.
Ekki ætla ég að geta mér til um hvað skapi svona illt innræti hjá ungmennum, né halda því fram að þetta séu fórnarlömb þjóðfélagsskipulagsins. En einkar ógeðfelld er sú afstaða lögrugluyfirvalda og múgmennanna að hrópa á hörðustu viðurlög sem eina ráðið gegn þessum ófögnuði. Reynslan sýnir að þyngri refsidómar og lengri fangelsisvist er í mesta lagi skammtímalausn sem dugar skammt. Nema að glæpamenn brjóta vart af sér á meðan þeir eru innilokaðir. Þó þeir geti limlest hvorn annan. Varla verða þeir bættir menn þegar þeim verður loks sleppt eftir langa innilokun.
Einhverstaðar sá ég að fólk vildi að vanda, kenna ólöglegum vímuefnum um. Þá ber að benda á það að ofsóknir gegn kannabisbændum, skortur og hækkað verð gerir bara illt verra, skapað ástand er getur ýtt reglulegum notendum til örþrifaráða. En er það ekki það sem lögruglan vill? Þeir geta vælt meira fjármagn út, magnað hræðslupólitíkina til að efla Stýringuna, og siðast en ekki síst notað þessa atburði sem afvegaleiðingu til að dreifa athyglinni frá viðbjóðnum sem á sér stað í valdavírusar kerfinu, nú um stundir.

Þorri Almennings


mbl.is Rændur og bundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband